top of page

Ráðstefna Samferða.

Réttlæti í samgöngumálum við Vestmannaeyjar

Kaldalón, Hörpu. 101 Reykjavík.
1.-2. maí 2017

Ráðstefnan

Tveir dagar af öflugum fyrirlestrum
1. maí 2017
09:00 

Markmiðið með ráðstefnunni er að:

  • Afnema aukagjald þegar siglt er um Þorlákshöfn

  • Lagfæringar verði gerðar á Landeyjahöfn

  • Siglingaleiðin skilgreind sem þjóðvegur

  • Einungis sé greitt fyrir bíla
     

Þjóðvegurinn milli lands og Eyja liggur í dag um Landeyjahöfn. Það er sanngjörn og eðlileg krafa Eyjamanna að þegar þjóðvegurinn til Vestmannaeyja (Landeyjahöfn) er lokaður og farið er lengri og erfiðari hjáleið um Þorlákshöfn þá sé ekki lagt aukalegt gjald á notendur heldur gildi að fullu sú gjaldskrá sem gildir fyrir Landeyjahöfn. Landeyjahöfn er lokuð stórann hluta af árinu og eru ástæður þess annars vegar að óhentugu skipi er siglt þar um sem ristir of djúpt og lætur illa af stjórn í hafnarmynninu og hins vegar að gera þarf endurbætur á hafnargörðum svo öruggara
sé að sigla þar um.


Sá Herjólfur sem nú siglir er að fullu afksrifaður og kostnaður við Landeyjahöfn er um eða innan við 4 milljarðar. Kostnaður fjögurra manna fjölskyldu (tveir fullorðnir, einn unglingur og eitt barn) við að fara með sinn einkabíl fram og til baka milli lands (Þorlákshafnar) og Eyja er hinsvegar 35.880 kr. þegar fullt gjald er greitt og farið er í koju. Ekki þarf að minna á að engin önnur leið er fyrir bíla milli lands og Eyja. Fjölskylda sem fer einu sinni í mánuði þessa leið greiðir á ári 430.560 krónur fyrir það að fara eftir þjóðveginum að heiman og heim.

The Conference

Um Samferða

Hvað er samferða?

Samferða eru samtök sem stofnuð voru af bæjarbúum og bæjarfulltrúum Vestmannaeyjabæjar í þeim tilgangi að sveitarfélagið njóti réttlætis í samgöngumálum eins og önnur sveitarfélög á landinu. Þjóðvegur milli lands og Eyja liggur í dag um Landeyjahöfn en sá vegur lokast í langan tíma yfir veturinn og því er siglt í aðra höfn sem tekur bæði lengri tíma og kostar farþega
mun meira. Samtökin vilja berjast gegn því að gjald sé lagt á farþega ferjunnar sama hvaða höfn er siglt í og að frekar sé rukkað fyrir bifreiðar líkt og er gert í Hvalfjarðargöngunum.

 

Vestmannaeyjar er bær þar sem atvinnan þrífst á sjávarútveginum og ferðamannaiðnaðinum, það er því stórt högg fyrir bæinn þegar Landeyjahöfn lokast og ferðamenn streyma ekki lengur til eyjanna. Einnig er það högg að sækja fyrir útflutning á ferskum fisk þar sem mun færri ferðir eru til Þorlákshafnar yfir daginn.

About
Þátttakendur

195

Málefni

15

Fyrirlestrar

7

Fyrirlesarar

6

Fyrirlesarar

Helstu fyrirlesarar ráðstefnunnar
Speakers

Styrktaraðilar

Dagskrá

Dagskrá

Skráðu þig á viðburðinn

Skráðu þig hér!

Skráðu þig á póstlistann til að fá nýjustu fréttir af viðburðum

Subcribes
bottom of page